fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Ísrael/Palestína – réttlæti eða hefnd

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. júlí 2014 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fríða Rós Valdimarsdóttir er íslensk kona, búsett í Palestínu. Hún skrifar þessa grein á Facebook síðu sína. Þetta er skyldulesning:

Síðasta sólahring hef ég verið svo ólýsanlega reið vegna óréttlætis. 

Þremur ísraelskum unglingum var rænt á Vesturbakkanum og þeir drepnir á illskulegan hátt. Eins fjarskalega sorglegt og það er, og ófyrirgefanlegt, þá er það samt ekki það sem reiðir mig mest. 

Talið er að Palestínumenn hafi rænt þeim. Öllum Palestínumönnum, sem og stjórnvöldum í Palestínu, er kenntu um ódæðið. 

Þjóðarleiðtogar heimsins kappkosta við að fordæma ódæðisverkin. Flestir fjölmiðlar heims fjalla um fordæmingarnar og hversu hræðileg palestínsk stjórnvöld eru að drepa þrjá stráka sem áttu framtíðina fyrir sér.

EN:

-Ísraelski herinn er búinn að drepa 12 einstaklinga í leit að og í kjölfar fundar á þremenningunum.

-Ísraelski herinn er búin að handtaka yfir 1000 manns í leit að og í kjölfar fundar á þremenningunum.

-Ísraelski herinn er búin að leggja þúsundir heimila í rúst í leit að og í kjölfar fundar á þremenningunum (og þá meina ég að eyðileggja húsbúnað og húsgögn).

-Ísraleski herinn sendi 11 öflugar skotflaugar á Gaza í kjölfar fundar á þremenningunum.

-Þegar lík þremenninganna fundust voru heimili meintra mannræningja – og ég endurtek meintra – sprengd í loft upp. Sem sagt heimili fjölskyldu þeirra (foreldra) voru brennt til grunna.

-Einn Ísraeli var svo reiður að hann keyrði á 10 ára stelpu og hún dó.

Ég hef ekki heyrt neinn þjóðarleiðtoga fordæma neitt af þessum verkum.

Ísraelski herinn handtekur oft börn og eru fjölmörg í haldi hans núna. Ég hef heyrt töluna 250 börn.

Fyrirsagnir íslenskra fjölmiðla síðasta sólarhringinn eru eftirfarandi:

„“Hamas er ábyrgt og Hamas mun borga““ visir.is
„Fordæma morðið á ísraelskum piltum“ ruv.is
„Tugir loftárása eftir að unglingspiltar fundust látnir“ – með undirtitilinn „“Hamas ber ábyrgð á þessi, og Hama mun gjalda““ dv.is
„Loftárásir í kjölfar líkfundar“ mbl.is
„Tugir þúsunda fylgdu piltunum til grafar“ – visir.is
„Ísraelsku unglingarnir bornir til grafar“ ruv.is
„Piltarnir bornir til grafar“ mbl.is

Nú hef ég búið í Palestínu í 11 mánuði og ísraelski herinn hefur á þeim tíma drepið rúmlega 40 einstaklinga á aldrinum 2 – 35 ára. Það er erfitt að finna nákvæma tölu þar sem hún hefur hækkað hratt síðustu viku.

Eru þið hætt að lesa? Erum við öll komin með leið á þessari orðræðu um að Palestína sé undir hervaldi? Eru fréttaveiturnar sem íslenskir fjölmiðlar byggja fréttaflutning sinn á kannski miklu þægilegri fyrir okkur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“