Menn spyrja – og maður sér það víða á Facebook, hvort Ragnari Árnasyni sé ætluð staða seðlabankastjóra?
Ragnar er bankaráðsmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn – og hann er mjög innundir hjá ráðandi öflum í flokknum.
Öðrum finnst hann vera tala um hagfræði eins og meðlimur sértrúarsafnaðar. Hann telur til dæmis að opinbert heilbrigðiskerfi sé skaðlegt – og hann vill algjöra einkavæðingu á fiskveiðiauðlindinni.
Augu staðnæmast líka við valnefndina. Í henni eru tveir lögfræðingar og einn hagfræðingur. Guðmundur Magnússon, prófessor í hagfræði, var í nefndinni sem valdi Má Guðmundsson sem seðlabankastjóra. Sjálfur væri Guðmundur hæfur til að gegna þessari stöðu. En lögfræðingarnir tveir, Ólöf Nordal og Stefán Eiríksson, væru það ekki. Ólöf er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Stefán er lögreglustjóri sem nú mun hafa sótt um stöðu forstjóra Samgöngustofu.
En verður ekki að teljast líklegast að Már verði endurráðinn?