fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Enn einu sinni vonbrigði hjá Englendingum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. júní 2014 23:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn einu sinni eru Englendingar við það að detta úr Heimsmeistarakeppni í fótbolta miklu fyrr en þeir sjálfir – og sumir aðrir – áttu von á. Englendingar fara einatt í svona mót með miklar væntingar og verða svo fyrir miklum vonbrigðum.

Í raun kemur þetta ekkert sérstaklega á óvart. England tapaði í kvöld fyrir Uruguay – lið þeirra varð í fjórða sæti á síðasta heimsmeistaramóti og þá áttu þeir leikmann mótsins, Diego Forlan.

Á heimsmeistaramótinu 2010 rétt skreiddust Englendingar upp úr riðli sínum eftir að hafa gert jafntefli við bæði Bandaríkin og Alsír. Þeir töpuðu svo stórt fyrir Þjóðverjum, 1-4, í sextán liða úrslitum.

Þannig að í raun er ekki að búast við neinu af Englendingum. En vegna þess hversu ákaft Íslendingar fylgjast með enska boltanum er oft látið eins og við eigum að halda með þeim – og að þeir séu með lið sem er í allra fremstu röð.

Svo er ekki. Enska fótboltadeildin er borin uppi af erlendum leikmönnum og þjálfurum. Þegar komið er í alþjóðlega keppni sést að innfæddu leikmennirnir eru ekki mikið meira en meðalskussar – það breytir engu hversu margir dálksentimetrar eru skrifaðir um leikmenn eins og Steven Gerrard, Wayne Rooney og David Beckham á Íslandi og bresku götupressunni.

Leikmenn hins fámenna Suður-Ameríkuríkis Uruguay eins og Luis Suarez og Edinson Cavani eru þeim miklu fremri. Í Uruguay búa aðeins 3,3 milljónir manna. En þeir eiga besta forseta í heimi, Jose Mujica, Hann er reyndar mjög kurteis og segir að Englendingar hafi kennt löndum sínum að spila fótbolta.

url-15

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“