fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Varað við húsnæðisbólu

Egill Helgason
Laugardaginn 14. júní 2014 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merkilegt er hvað við mennirnir erum ófærir um að læra af reynslunni – eða kannski erum við fangnir í kerfum sem eru okkur yfirsterkari.

Nú bendir til dæmis margt til þess að atburðirnir frá því fyrir hrun 2008 séu að endurtaka sig víða um heim.

Þetta er hið svokallaða boom and bust ferli – sem felur í sér að hagkerfið þenst óskaplega út í nokkurn tíma en skreppur svo saman.

Einhvern veginn skyldi maður halda að stöðugleiki væri æskilegri en þetta – að það væri allt til vinnandi að koma á stöðugum efnahag.

En kerfið virðist ganga út á að blása upp bólur – það er betra í því en að skila raunverulegri verðmætaaukningu.

Hér á Íslandi horfum við upp á húsnæðisbólu, það er gert ráð fyrir að húsnæðisverð hækki árlega um meira en 7 prósent næstu árin.

Það eru furðulegar tölur – og helgast að nokkru leyti af spákaupmennsku sem náttúrlega er orðin eitt helsta böl Vesturlanda.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn varar við hruni á húsnæðismarkaði á alþjóðavísu og segir að hækkanir eins og er getið hér að ofan ógni efnahagslegum stöðugleika.

Um þetta má lesa í Financial Times.

AGS telur að grípa þurfi í taumana, en þá er varla annað til ráða en vaxtahækkanir og takmarkanir á útlánum.

En stjórnmálamönnum líður vel í bóluástandi – og þeir eru ekki gjarnir á að grípa í taumana. Dæmin sanna þetta. Uppgangurinn sem hefur verið í Bretlandi síðustu misserin eftir nokkuð langt samdráttarskeið stafar til dæmis að miklu leyti af því að útlánaheimildir til húsnæðiskaupa voru rýmkaðar. Og bönkum þykir almennt þægilegra að lána til kaupa á steinsteypu en til nýrra fyrirtækja – sem þó gætu farið að búa til einhver verðmæti.

fba6e68684-380x230_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum