fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Allt bendir til þess að Björt framtíð verði sigurvegari kosninganna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. maí 2014 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frétt á Eyjunni þar sem lagt er út af skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í morgun segir að Björt framtíð bíði afhroð í Reykjavík.

Ekki er svo víst að þetta sé rétt.

Björt framtíð er ekki Besti flokkurinn – heldur stjórnmálaflokkur sem hefur fulltrúa á Alþingi og býður fram út um allt land.

Besti flokkur Jóns Gnarrs vann sigur í kosningunum í Reykjavík 2010. Jón lætur sig hverfa úr stjórnmálum, það var bara tímaspursmál hvenær fylgið sem hann fékk leitaði annað. Nú virðist það aðallega fara til Pírata og Samfylkingar – það einhvern veginn liggur í loftinu að Dagur B. Eggertsson sé arftaki Jóns.

Fullt af fólki ætlar að kjósa dag sem myndi ekki kjósa Samfylkinguna.

Það blasir eiginlega þegar við að Björt framtíð verður stærsti sigurvegari kosninganna á laugardag – á landsvísu.

Samkvæmt skoðanakönnunum sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Morgunblaðið er Björt framtíð með 20,4 prósent í Hafnarfirði, 17,3 prósent í Garðabæ, 16,8 prósent í Kópavogi, 20,5 prósent á Akranesi og 20,6 prósent á Akureyri. Í Reykjavík stefnir fylgið svo í að vera í kringum 20 prósent.

Þetta þýðir að Björt framtíð mun fá mikil áhrif á sveitarstjórnarstiginu – verður þar líklega stærri en Framsók og varla mikið minni en Samfylking. Það hefur gríðarlega þýðingu fyrir flokksstarfið og framtíð BF.

Það hefur verið fátítt að nýir flokkar á Alþingi nái að gera sig gildandi í bæjar- og sveitarstjórnum, en Bjartri framtíð mun takast það rækilega á laugardag. Og sigrar þess vegna í kosningunum.

 

url-8

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 1 viku

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu