fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Söknuður eftir gömlum gosbrunni – tíminn þegar mátti helst ekki neitt

Egill Helgason
Föstudaginn 25. apríl 2014 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndsleiðið hér að neðan er úr safni British Pathé. Myndir frá Íslandi úr safninu hafa nýskeð verið settar á netið, eins og áður hefur verið getið hér.

Þetta mun vera frá 1961, þetta er í fallegum litum þess tíma. Þarna er fjallað um börn og unglinga sem eru farin að vinna, eins og tíðkaðist á Íslandi þess tíma, það eru sýndar myndir frá fiskveiðum og -vinnslu, garðrækt og frá gömlu sundlaugunum í Laugardal.

Ég upplifði það sem strákur að vera í ýmsum störfum. Í fiski, í sveit, uppskipun, byggingavinnu, ég var sendill og vann í blikksmiðju og prentaði myndir á boli. Þetta var ekkert óvenjulegt.

Þessi fjölbreytta atvinnuþáttaka heyrir mestanpart sögunni til. Ástæðan er einfaldlega sú að það er ekki sama þörf fyrir þetta vinnuafl. Þetta tíðkaðist í samfélagi sem var býsna frábrugðið því sem við lifum í nú.

Ég staldraði sérstaklega við myndirnar af garðyrkjunni. Þær eru teknar í Hallargarðinum – sem er á mótum Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar í Reykjavík.

Þarna má sjá ungar stúlkur við störf, en einnig sést glitta í gosbrunninn sem var þarna í garðinum. Þessi gosbrunnur hafði mikið aðdráttarafl fyrir börn – ég man eftir því að hafa buslað í honum á sumardögum.

En svo fór gosbrunnurinn í niðurníðslu, á endanum var fyllt upp í hann og nú sjást hans engin merki.

Svona var andrúmsloftið dálítið á þessum árum, á áttunda áratugnum, það mátti ekki hafa neitt sem var skemmtilegt og helst ekki staði sem fólk safnaðist saman á. Borgarstjórinni og yfirvöldum var afskaplega illa við slíkt. Eitt sinn var meira að segja bannað að afgreiða fólk innandyra í sjoppum, það varð að gerast í gegnum lúgur eða op.

Þetta var gert til að koma í veg fyrir svokallað „sjoppuhangs“, en það fólst í því að fólk staldraði við sjoppum og ræddi saman.

Það er söknuður að gosbrunninum. Það hafa heldur ekki komið aðrir gosbrunnar í staðinn. Í þessu landi, þar sem er nóg af bæði köldu og heitu vatni, er eins og menn átti sig ekki á því að fólki þykir gott að vera þar sem er vatn á hreyfingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið