Hérna má sjá nokkra þjóðarleiðtoga og stjórnmálamenn sem ætla ekki að fara á opnun Ólympíuleikanna í Sochi.
Barack Obama, David Cameron, Francois Hollande, Angela Merkel, Joachim Gauck, Stephen Harper – það virðist vera að mjög fáir alvöru stjórnmálamenn frá vestrænum ríkjum ætli að mæta.
Í forystu bandarísku sendinefndarinnar í Sochi er tennisleikarinn Billy Jean King. Hún er samkynhneigð.
Íþróttamálaráðherra Svíþjóðar, Lena Adelsohn Liljeroth, lýsti því yfir um dagin að hún ætlaði ekki að fara – og það væri pólitísk yfirlýsing.
En þetta á ekki við um Ísland. Það verður glæsileg sendinefnd sem fylgir íslensku keppendunum – sem eru reyndar ekki nema fimm talsins.
Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff, Illugi Gunnarsson og Eygló Harðardóttir ætla öll að fara, ráðherrarnir með mökum skilst manni.
Og það er náttúrlega ekki sérlega góð rök að ekki eigi að blanda saman íþróttum og pólitík, því undir eins og stjórnmálamenn mæta á svona viðburð í krafti embættis síns er það orðin pólitík. Annars myndu þeir bara láta íþróttamennina um þetta.
Eða verður það ekki pólitísk þegar birtist mynd af Ólafi Ragnari að taka í höndina á Pútin?
Tennisleikarinn Billy Jean King verður fulltrúi Bandaríkjanna í Sochi. Hún er samkynheigð.