fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Flugvöllur sem er samkeppnishamlandi og heldur landsbyggð í einangrun við lélega heilsugæslu

Egill Helgason
Föstudaginn 13. september 2013 08:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Snæbjörnsson, margreyndur ferðaþjónustumaður og hótelhaldari við Mývatn, skrifar grein um flugvallarmálið í Akureyri Vikublað.

Þarna kveður við dálítið nýjan tón. Pétur virðist að sumu leyti hafa hugsað málið aðeins dýpra en þeir sem standa fyrir undirskriftasöfnunnni um hjartað í Vatnsmýrinni. Það er altént ljóst að þar er málflutningurinn mjög einhliða og áróðurskenndur, málið hefur miklu fleiri hliðar.

Pétur spyr hvort landsbyggðin þurfi ekki að tengjast betur þeirri æð sem er ferðamannastraumurinn til landsins. Hann bendir á að farþegum í innanlandsflugi fækki stöðugt, þeim verði aðeins fjölgað með því að tengingu við alþjóðaflugið í Keflavík.

Pétur kemst að þessari niðurstöðu:

„Nú er tímabært að grafa stríðsöxina um flugvöllinn og fara að hugsa málið til framtíðar með hag allra landsmanna að leiðarljósi. Sé vilji til að halda landinu í byggð er brýn nauðsyn á því að loka Reykjavíkurflugvelli sem allra fyrst, hann er samkeppnishamlandi gildra sem heldur landsbyggðinni í einangrun og skemmir fyrir eðlilegri uppbyggingu heilbrigðiskerfisins út um land. Með því að flug innanlands tengist alþjóðfluginu bæði gegnum alþjóðleg sölukerfi og ekki síst í sömu flugstöðinni, innan Schengen, margfaldast eftirspurn eftir ferðamannaþjónustu um allt land, það styrkir byggðirnar, eflir atvinnu og eykur fjárfestingu. Það er auk þess eina leiðin til þess að innanlandsflug verði á Íslandi í náinni framtíð. Með því að styrkja heilbrigðisstofnanir út um land eflist byggðin, þekkingarstigið hækkar, fasteignaverð hækkar og lífsgæðin aukast, með öllum þeim margfeldisáhrifum er því fylgja.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?