Sagt er frá því að 5000 manns sé búnar að hlaða niður kvikmyndinni Djúpinu í gegnum skrárskiptasíðuna Deildu.
Það munar um minna á þessum litla markaði.
Leikstjóri myndarinnar, Baltasar Kormákur, spyr eðlilega hvort sé í lagi að stela eigum annarra?
En þá kemur til kasta Helga Hrafns Guðmundssonar, þingmanns Pírata. Hann trúir á frjálst og opið internet:
„Ef þetta þýðir að einhverjir hagsmunaaðilar tapi peningum, þá fyrirgefðu, það verður bara að hafa það.“
Helgi vill ekki meina að það sé þjófnaður að brjóta á höfundarrétti. Hann kemur með dæmi um Game of Thrones og Justin Bieber, sem hafi verið mikið halað niður, en hafi samt grætt mjög mikið.
Merk röksemd kemur svo í lok viðtalsins við Hákon Hrafn – sem birtist í DV.
Þar segir að Pírataflokkurinn hafi enn ekki þurft að skipta sér af málum sem þessum, ástæðan sé að félög rétthafa séu svo áhrifalítil:
„SMÁÍS og STEF eru einfaldlega ekki það sterk samtök.“