fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Besti flokkurinn áfram

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. ágúst 2013 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú athygisverða staða er komin upp í borginni að Besti flokkurinn ætlar að bjóða aftur fram. Hann ætlar semsagt að verða alvöru stjórnmálaflokkur – við erum með systurflokk hans á Alþingi.

Þetta tvíhöfða stjórnmálaafl skipar sér í fylkingu frjálslyndra flokka – þar verður Besti flokkurinn í næstu kosningum því varla verður framboðið núna á forsendum gríns.

Besti flokkurinn ætti að hafa möguleika á að vera áfram stærsta stjórnmálaaflið í borginni. Jón Gnarr er ágætlega vinsæll borgarstjóri – og það verður ekki séð að Besta hafi tekist verr til við stjórnun borgarinnar en flokkum sem á undan komu. Innan hópsins virðist ríkja góð samstaða.

Það skiptir líka máli í þessu hvað aðrir flokkar eru veiklaðir.

Framsókn á ekki sæti í borgarstjórninni í Reykjavík, VG hafa þar einn fulltrúa og Samfylkingin hefur eiginlega runnið saman við Besta flokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn er mjög veikur miðað við það sem áður var. Það er liðin tíð að hann geti náð hreinum meirihluta í borginni – það gerðist síðast 1990! Mjög ólík viðhorf eru uppi meðan Sjálfstæðismanna í borginni. Borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir hafa farið þá leið að starfa málefnalega með meirihlutanum í stað þess að eyða tímanum í eilífa stjórnaandstöðupólítík.

Þetta mælist heldur illa fyrir sums staðar í flokknum – til dæmis á Morgunblaðinu. Þau þrjú koma fyrir eins og fólk sem einfaldlega vill borginni vel, starfar að heill hennar, það gæti verið erfitt fyrir þau að taka allt í einu upp einhvern bardagaham.

Núverandi oddviti borgarstjórnarflokksins er Júlíus Vífill Ingvarsson, en hann er langt í frá óumdeildur. Uppi eru raddir innan flokksins að kalla þurfi til einhvern sem getur látið Gnarr finna til tevatnsins, þar hefur til dæmis verið nefndur Guðlaugur Þór Þórðarson.

Það er því ekki ólíklegt að við gætum fengið fjögur ár í viðbót af Besta flokknum, þá líklega með Samfylkingu. Og ef vantar upp á má kannski bjóða Vinstri grænum með.

3bbce5480c-277x200_o

Jón Gnarr: Borgarstjóri í fjögur ár í viðbót?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB