fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Heiftin á netinu

Egill Helgason
Föstudaginn 30. ágúst 2013 20:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er þeirrar skoðunar að fólk sem vill fara að hlusta á Franklin Graham eigi að fá að gera það í friði. Það kann að vera að skoðanir mannsins séu ógeðfelldar, en það er ekki aðferðin til að mæta þeim að beita lúabröðum til að koma í veg fyrir að fólk komist til að hlusta á hann. Það var fráleitt þegar menn voru farnir að kaupa upp miða á samkomuna til gagngert  að eyðileggja hana.

Ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið úr í hött hjá Háskóla Íslands að lyppast niður þótt bloggarar úti í bæ hafi orðið reiðir vegna tímabundinnar ráðningar Jóns Baldvins Hannibalssonar sem gestafyrirlesara. Jón Baldvin er hokinn af reynslu og þekkingu í fræðunum sem hann átti að miðla. Það er ekki háskólans að setja hann í bann vegna þess að hann gerði sig sekan um ógeðfellt athæfi fyrir mörgum árum. Eigi að refsa honum er berufsverbot ekki leiðin til þess.

Það er eins og hvarvetna færist heift, ósveigjanleiki og skortur á umburðarlyndi í aukana. Það er því líkast að þetta sé fylgifiskur samskiptamiðlanna. Maður hefði haldið að þeir færu í þveröfuga átt – til aukinna tengsla og skilnings milli fólks. En það virðist vera þveröfugt, þeir sem eru reiðastir, beiskjufyllstir og hata mest eru háværastir.

Mér sýnist til dæmis að öll umræðukerfi á netinu séu ónýt. Maður hélt að þau myndu skána við tenginguna við Facebook, þegar fólk þyrfti að gefa upp nafn. Um tíma var lífleg og málefnaleg umræða í kommentakerfum netsins – hana var til dæmis að finna hér á vefnum fyrstu misserin eftir hrun. En nú er bara að finna þar skotgrafahernað, linnulausar endurtekningar og algjöra hugmyndalega stöðnun.

Þetta er sorglegt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?