Ef marka má þessa grein á vef norska ríkisútvarpsins hefur orðið slík sprenging í makrílstofninum að hann ógnar lífríkinu í sjónum.
Samkvæmt þessu er makríllinn óværa sem étur upp næringuna sem aðrar fiskitegundir nota.
Norðmennirnir segja að aldrei hafi sést svo mikið af makríl áður og aldrei svo norðarlega.
Þarna er rætt við haffræðinginn Jens Christian Holst sem segir að við séum of upptekin af hættunni við ofveiði, það eigi ekki við í þessu tilviki. Makrílstofninn sé að verða alltof stór og hann valdi mikilli eyðileggingu.
Holst segir að bregðast þurfi hratt við til að minnka makrílstofninn, annars sé jafnvægið í hafinu í hættu. Meðal tegunda sem segir að séu í vandræðum vegna makrílsins eru síld, lax og sjófuglar eins og lundi og kría.