fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Breska þingið hafnar hernaði í Sýrlandi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. ágúst 2013 23:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almenningur bæði vestan hafs og austan er afar var um sig eftir hinar skelfilegu lygar sem voru notaðar til að hefja innrás í Írak – og eru þess eðlis að réttast væri að draga bæði Bush og Blair fyrir dómstóla.

Það er mjög erfitt að magna upp vilja til að hefja hernaðaríhlutun í Sýrlandi, jafnvel þótt sýna megi fram á að stjórnarherinn hafi beitt efnavopnum.

Í kvöld varð sá stóratburður í breska þinginu að þingmenn tóku ráðin af ríkisstjórninni. Stór hópur þingmanna úr Íhaldsflokknum greiddi atkvæði á móti ályktun sem opnaði fyrir hernað – og lagðist þar á sveif með þingmönnum Verkamannaflokksins.

Áður höfðu David Cameron forsætisráðherra og Ed Miliband, formaður Verkamannaflokksins, tekist harkalega á um málið. Íraksstríðið hvílir eins og skuggi yfir Verkamannaflokknum síðan á tíma Blairs.

Þetta þýðir nær örugglega að Bretland mun ekki taka þátt í neinum hernaði í Sýrlandi – þar hafa Bandaríkin misst sinn nánasta bandamann. Þetta gæti líka þýtt að önnur ríki innan Nató myndu hika.

Víkjum sögunni aðeins til Íslands. Okkar stuðningur skiptir svosem ekki miklu máli, en hann þótt þó nokkuð mikilvægur á tíma Íraksstríðsins. Fá mál hafa farið verr með Framsóknarflokkinn, sem nú er kominn aftur í ríkisstjórn, en einmitt þessi stuðningur. Hann olli miklu innanflokksdeilum og gróf mjög undan Halldóri Ásgrímssyni.

Því er líklegt að forsætisráðherrann og utanríkisráðherrann, sem báðir eru úr Framsóknarflokknum, vilji fara mjög varlega í svona málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?