fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Landsbyggðarmaður í oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. ágúst 2013 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn Facebook-vinur minn orðaði það svo að stóra Hofsvallagötumálið væri þeirrar gerðar að það gæti fellt meirhluta.

Það held ég samt ekki, við lifum á tíma stöðugra upphlaupa sem gleymast jafnskjótt. Þannig virkar internetið.

En það er annað mál sem gæti haft mikil áhrif, nefnilega Reykjavíkurflugvöllur.

Gríðarlegur fjöldi undirskrifta hefur safnast saman þar sem skorað er á borgarstjórn að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri.

Innan Sjálfstæðisflokksins eru menn farnir að hugleiða að þetta geti verið aðalkosningamálið í vor.

Svo rammt kveður að þessu að jafnvel eru uppi vangaveltur um að kalla til landsbyggðarmann til að leiða lista flokksins í borginni í vor.

Sá sem er nefndur í þessu sambandi er Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ef af þessu yrði er líklegt að hart yrði sótt að þeim borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem samþykktu nýtt aðalskipulag og hafa viljað flugvöllinn burt. Þau þyrftu þá kannski ekki að kemba hærurnar Gísli Marteinn Baldursson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.

Halldór hefur reyndar verið hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Slíkt er ekki til vinsælda fallið sums staðar í Sjálfstæðisflokknum og örugglega ekki á Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí