fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Þjóðhátíð, hefðir, gleði og vandamál

Egill Helgason
Föstudaginn 2. ágúst 2013 22:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér hefur alltaf verið mjög hlýtt til Vestmananeyja og Vestmannaeyinga. Vann í Eyjum tvö sumur sem strákur, kynntist skemmtilegu, merkilegu og stórbrotnu fólki.

Gestrisnin í Eyjum var einstök á þeim tíma. Öll hús stóðu opin, maður gekk inn í standandi kaffiboð sem voru í eldhúsunum.

Ég hef ekki mikið verið í Eyjum síðari ár, en ég held að enn eimi eftir af gömlu gestrisninni, þótt flestir sem ég þekkti vel séu horfnir.

Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei verið heila þjóðhátíð í Eyjum, bara tvisvar, part úr hátíð. En það sem ég kynntist var mestanpart mjög menningarlegt. Þetta er hátíð sem stendur á gömlum merg – hún er haldin 2. ágúst sem er gamli þjóðhátíðardagur Íslendinga. Sagt er að Eyjamenn hafi ekki komst upp á land á þjóðhátíðinni 1874 og því þurft að halda sína eigin þjóðhátíð.

Þjóðhátíðin er partur af ímynd og veruleika Vestmannaeyinga. Þeir eru með hana í huganum allt árið, eru lengi að undirbúa hana, brottfluttir Vestmannaeyingar koma aftur heim þessa helgi og er vel fagnað.

Það er sérlega gaman að ganga milli hvítu tjaldanna á Þjóðhátíð, spjalla við fólk, taka lagið með þeim og þiggja veitingar úr matarkistu Eyjanna.

Þess vegna sárnar mér oft fyrir hönd Vestmannaeyinga þegar farið er að tala um „nauðgunarhátíð ársins“ og fleira í þeim dúr. Vissulega koma upp ömurleg mál á svona samkomum, þegar kannski safnast saman 15 þúsund manns og margir ölvaðir. En við höfum líka legíó dæmi um slík mál annars staðar, á öðrum hátíðum og jafnvel bara um helgi í Reykjavík.

Það er ekki þar með sagt að eigi að slaka á klónni varðandi ofbeldi, nauðganir og líkamsárásum – þessa hræðilegu fylgifiska áfengis- og fíkniefnaneyslu, en það er óralangt frá því að þetta sé einhver sérgrein þeirra í Eyjum, þótt stundum sé talað þannig.

Þjóðhátið hefur margar góðar hliðar, tónlist, gleði, hefðir – og svo eru skemmtileg fyrirbæri eins og Árni Johnsen sem aldrei gefst upp.

Hann verður ekki með Brekkusönginn þetta árið, en í staðinn ætlar hann að leika þjóðsönginn á sunnudaginn.

Segir sjálfur að „lykillinn sé að syngja lagið í dúr sem hentar öllum“.

Herjólfsdalur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?