Gay Pride (það mætti reyndar alveg finna íslenskt nafn sem virkar) birtir margt það sem er best í íslensku samfélagi.
Umburðarlyndi, ákveðið kæruleysi, samkennd.
Við höfðum samkynhneigðan forsætisráðherra – og öllum stóð á sama. Það er einfaldlega ekki nefnt í umræðunni. Svoleiðis er það ekki í öllum löndum.
Íslendingar geta verið þrasgjarnir, fyrirhyggjulausir og sjálfhverfir, en við eigum okkar góðu daga.
Eins og þennan.
Þessi útfærsla á merki lögreglunnar sem birtist á síðu lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu er til dæmis ágæt.