fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Ómar um meint stéttleysi á Íslandi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. ágúst 2013 22:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Ragnarsson skrifar ansi kröftugan pistil um hvort Ísland hafi verið stéttlaust samfélag. Ómar telur að svo hafi ekki verið – og tengir hugleiðingar sínar við vesturferðirnar á ofanverðri 19. öld.

Ómar skrifar meðal annars:

Augljóst ætti vera að jafn stórfelldur flótti landsmanna úr landi og  flutningur fjórðungs þjóðarinnar til Ameríku á minna en aldarfjórðungi getur ekki hafa stafað að mestu vegna slæms árferðis þótt Öskjugosið 1875 ylli því að flutningarnir væru mestir frá Austurlandi. 

Rannsóknir sagnfræðinga undanfarna áratugi sýna, að megin orsökin var sú, að íslensk valda- og auðstétt hélt þjóðfélaginu í heljargreipum, kom í hátt á aðra öld í veg hafnarbætur og bættan skipakost og þar með í veg fyrir myndun þéttbýlis við sjóinn, sem gæti ógnað völdum hinna útvöldu.“

Og Ómar heldur áfram og skrifar um fátækt fólk sem hann kynntist í æsku:

„Íslensku þjóðinni var haldið í hlekkjum hugarfarsins líkt og Baldur Hermannsson lýsti í sjónvarpsþáttum sínum, og það er ekki lengra síðan að þessari áþján og ófrelsi lauk, að á bænum sem ég var á sveit sem strákur voru fimm konur niðursetningar, allar fórnarlömb misréttis og fátæktar.

Tvær þeirra að minnsta kosti, voru hæfileikaríkar og svo eftirminnilegar, að ég skrifaði um þær og fleira bókina „Manga með svartan vanga“ fyrir réttum 20 árum.

Ásdís Jónsdóttir skáldkona, sem þraukaði við illan kost í örreytiskotinu Rugludal langt frammi á Auðkúluheiði með bónda sínum og tveimur dætrum, í meira en 400 metra hæð yfir sjávarmáli, varð að gefast upp og lenti síðar á vergangi. Endaði ævi sína á ömurlegan hátt í hálfhrundum torfbæ.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?