fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Verður hætt við steinsteypukubbinn?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 31. júlí 2013 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er einhver alvara í þeim orðum formanns fjárlaganefndar að hætta við byggingu nýs Landspítala? Vigdís er úr Framsóknarflokki, löngum var þetta verkefni mjög á vegum þess flokks og í anda stefnu Framsóknarmanna í heilbrigðismálum. Því Framsóknarmenn áttu heilbrigðisráðherra samfellt í tólf ár, fram til 2007.

Lög um byggingu Landspítala voru samþykkt á Alþingi snemma í vor. Atkvæði féllu eins og hér má sjá. Þau voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, langflestir Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði með lögunum, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins, formaður Framsóknar sat hjá, Vigdís var fjarverandi, en einu þingmennirnir úr núverandi meirihluta sem greiddu atkvæði á móti voru Höskuldur Þórhallsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir.

En það verður forvitnilegt að sjá hvort afstaðan hefur breyst nú þegar stjórnarandstaða þess tíma er komin í ríkisstjórn. Ætla menn að hætta við spítalabygginguna og þá með hvaða rökum – eru stjórnarþingmenn sammála því að þetta sé „steinsteypukubbur“?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?