fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Að gefa kúgurum sínum stórgjafir

Egill Helgason
Miðvikudaginn 31. júlí 2013 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson skrifaði ágæta grein í Fréttatímann um daginn þar sem hann leitaðist við að sýna fram á hvílíkt rugl það væri að Ísland hefði verið stéttlaust samfélag.

Slíkt stenst náttúrlega enga skoðun.

Það eru ýmsir fletir á þessari sögu. Einum þeirra velti ég mikið fyrir mér þegar ég var á slóðum vesturfara í vor.

Fátæk og kúguð íslensk alþýða, vinnufólk og kotfjölskyldur, flúði unnvörpum til Ameríku þegar það fékk loks möguleika á að komast burt.

Á þeim tíma var oft talað um að þetta fólk væri að svíkja íslenskt þjóðerni með því að fara, en það gerir varla neinn lengur.

En þá kemur eitt af því sem er skrítið.

Vesturfararnir voru ekki fyrr búnir að koma undir sig fótunum í Kanada og Bandaríkjunum en þeir fóru að gefa peninga til að gamla þjóðin gæti eignast skipafélag og háskóla.

Hvort tveggja varð að veruleika á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar.

Og það var ekki síst gamla yfirstéttin sem naut góðs af þessari höfðingslund brottfluttrar alþýðu. Hún passaði sig samt á að sýna mátulega mikið þakklæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?