Það hefur lengi verið ljóst að fuglalífið á Reykjavíkurtjörn er í algerri rúst. Mávar drottna yfir lífríkinu þar. Stundum er um að litast eins og í hryllingsmyndinni Birds.
Í dag var fjölskylda af ferðamönnum frá Asíu að fóðra mávana – það jók einhvern veginn enn á hryllingsáhrifin.
Það hefur samt ekki mátt gera neitt í þessu nema að hvetja fólk til að gefa fuglunum ekki brauð.
Ég hef ráðgjafa borgarinnar grunaða um að mega ekki hugsa til þess að deyða neitt sem lífsanda dregur. Það er ágætt viðhorf, en meðan svo er versnar ástandið enn.
Mávurinn er hrein pága og það þarf róttækar aðgerðir til að flæma hann burt.
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi leggur til að mávar verði einfaldlega að skotnir eða varpsstöðum þeirra spillt. Líklega þarf eitthvað sambland af þessu tvennu. Það mætti kannski leita í smiðju þeirra sem eru vanir að verja æðarvarp fyrir vargfugli.