fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Hvað er mikið að marka Tripadvisor?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. júlí 2013 17:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef lengi notað vefinn Tripadvisor, og einstaka sinnum skrifað á hann sjálfur. Elsta umsögn mín á Tripadvisor er meira en tíu ára gömul. Ég hef skrifað um staði sem ég hef farið á erlendis, aldrei á Íslandi. Þessi vefur er náttúrlega merkilegur fyrir þær sakir að það eru notendurnir sjálfir sem gefa hótelum, veitingahúsum og ferðamannastöðum einkunnir.

Síðan ég notaði Tripadvisor fyrst hefur vefurinn vaxið mjög. Á hótelum og veitingahúsum víða um heim sér maður miða frá Tripadvisor. Sums staðar biður starfsfólkið mann jafnvel um að setja eitthvað inn á vefinn. Það er hægt að hlaða niður Tripadvisor appi í farsíma.

Í Guardian í dag birtist grein um hversu mikið sé að marka Tripadvisor. Það eru nefnd dæmi um veitingastaði sem stríðnispúkar hafa komið efst á lista Tripadvisor og eru ekki til. Einnig er sagt frá skýli fyrir heimilislausa sem varð að einu hæst metna hótelinu í Glasgow.

Tripadvisor er semsagt ekki óskeikult. En það vitum við væntanlega flest.

Samkvæmt minni reynslu er yfirleitt nokkuð öruggt að velja hótel í gegnum Tripadvisor. Niðurstaðan er oftast góð ef maður fylgir því sem er ráðlagt vefnum.

Það gegnir dálítið öðru máli með veitingahús. Þar er oft eitthvað skrítið á seyði. Þar sem ég þekki nokkuð vel til, eins og í Reykjavík og sums staðar á Grikklandi er ýmislegt sem orkar tvímælis. Vond og alltof dýr veitingahús tróna jafnvel á toppnum eða nálægt honum. Í Guardian greininni er nefnt að lengi hafi andað köldu milli matarblaðamanna og Tripadvisor.

Tripadvisor

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?