fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Sumardagar í Flatey

Egill Helgason
Mánudaginn 29. júlí 2013 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við dvöldum nokkra daga í Flatey á Breiðafirði. Það var sumarblíða – óvíða eru sumarnæturnar fegurri en í Breiðafjarðareyjum.

Þetta er eyja sem er full af sögum og menningu. Þarna er gamla þorpið með sínum húsum sem hafa verið fallega uppgerð. Hinum megin á eyjunni stendur yfir viðgerð á frystihúsinu, þar er starfrækt hin afar menningarlega Bryggjubúð.

Í kirkjunni eru freskurnar eftir Baltasar með myndum úr sögu og atvinnulífi eyjanna. Fólkið sjálft er fyrirmyndir persónanna sem birtast í myndunum – en það leikur orð á að Baltasar sjálfur sé frelsarinn.

Kári lék Bach á gamla orgelið í kirkjunni, það er harmoníum og nýbúið að laga belginn.

Við kynntumst eyjaskeggjum sem gátu sagt okkur sögur af lífinu í eyjunum í gamla daga, hvernig menn nytjuðu sel og fluttu fé í haga í úteyjum. Og við heyrðum líka sögur af listamönnum sem vöndu komur sínar í Flatey: Guðbergi, Jóni Gunnari, Jóni Yngva, Atla Heimi, Braga Kristjóns og Nínu.

Flatey er magískur staður. Að sumu leyti er hann eins og íslenska útgáfan af grísku eyjunni Folegandros þar sem ég dvel oft. Á báðum stöðum ríkir einkennilegt tímaleysi. Eyjalífið heillar.

IMG_2275

IMG_2302

 

IMG_2327

IMG_2320

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?