fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Economist: Snarlækkandi glæpatíðni

Egill Helgason
Laugardaginn 20. júlí 2013 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta hefti The Economist birtist merk forsíðugrein. Hún fjallar um þá staðreynd að glæpatíðni fer mjög lækkandi í hinum efnaðri hluta heimsins.

Þetta er þvert á það sem margir ætluðu að myndi gerast. Því var haldið fram að glæpir myndu aukast með breyttu fjölskyldumynstri og sökum þess að innflytjendum fjölgar.

En hið þveröfuga hefur gerst, eins og segir í leiðara blaðsins. Borgir á Vesturlöndum eru mun öruggari en þær voru fyrir fáum áratugum. Sumum tegundum af glæpum hefur nánast verið útrýmt.

Blaðið veltir fyrir sér ástæðum þessa. Löggæsla hefur batnað, eftirlit á götum hefur aukist, til dæmis með myndavélum. Fíkniefnaneysla í stórborgum er ekki jafn mikill skaðvaldur og áður.

Í leiðaranum er hvatt til þess að haldið verði áfram á braut fyrirbyggjandi aðgerða gegn glæpum í stað þess að beita hörðum refsingum og fangelsisdómum. Segir að bandarísk fangelsi séu full af gömlum mönnum, sem voru ógn við samfélagið á yngri árum en eru það ekki lengur, og fíkniefnaneytendum sem eru ekki hættulegir öðrum en sjálfum sér. Fangelsiskerfið sé þannig uppbyggt að þeir sem lendi þangað einu sinni séu í mikilli hættu að brjóta af sér aftur og aftur.

20130720_cna400

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi