Edward Snowden, uppjóstrarinn sem hefur flett ofan af hinu gríðarlega eftirliti sem Bandaríkjastjórn hefur með borgurum, vonast eftir að fá hæli á Íslandi.
Þetta kemur fram í viðtali við hann í Guardian, hann segir að Ísland hafi orð á sér fyrir frelsi í málefnum internetsins.
„He views his best hope as the possibility of asylum, with Iceland – with its reputation of a champion of internet freedom – at the top of his list. He knows that may prove a wish unfulfilled.“
Það væri kannski athugandi að bjóða honum hæli hérna. Varla getur neinn réttlætt þessar svakalegu njósnir um almenna borgara sem eru farnar að tíðkast leynilega og undir yfirskyni öryggis.
Þannig virðist Snowden hafa unnið þjóðþrifaverk með því að ljóstra upp um þetta athæfi.
Hann segist ekki ætla að fela sig, enda hafi hann ekki gert neitt rangt.