fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Ekki sami bjartsýnisboðskapurinn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. júní 2013 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kemur staða ríkissjóðs svo mjög á óvart?

Fyrir kosningar voru sérfræðingar og greiningardeildir að vara við því að staðan væri erfið og lítil undirstaða undir kosningaloforðum.

Gunnar Tómasson hagfræðingur skrifaði margoft um þetta, hann segir á Facebook-síðu sinni í dag og vitnar í blaðamannafund Sigmundar og Bjarna:

„Hvorki Sigmundur né Bjarni vildu gefa út í hverju sá niðurskurður sem nauðsynlegur verði til að ná endum saman í rekstri ríkissjóðs sé, en lögðu áherslu á að aukinn hagvöxtur væri leiðin út úr þeim vanda sem er til staðar, en ekki eingöngu niðurskurður.

Umsögn.

Aukinn hagvöxtur verður ekki hristur fram úr erminni.

Aðstæður í þjóðfélaginu bjóða ekki upp á aukinn hagvöxt alveg á næstunni.

Og horfur um hagvöxt í helztu viðskiptalöndum Íslands eru ekki glæsilegar.

Við slíkar aðstæður er það skylda ríkisstjórnar að gera varkárar áætlanir.“

En það er semsagt talað um niðurskurð, um leið og er talað um ákveðnar skattalækkanir – lækkun veiðigjalds og fráhvarf frá því að hækka skatt á ferðaþjónustu.

Fyrir kosningarnar var Árni Páll Árnason sá stjórnmálaforingi sem helst talaði um að staðan væri erfið. Þetta féll í mjög grýttan jarðveg og Árni Páll fékk mjög lélega kosningu. Það mátti skiljast á Árna fyrir kosningarnar að í raun væri ekki svigrúm til eins eða neins nema að vera í varnarbaráttu.

Nú heyrist manni að þetta sé staðan. Það þarf að skera niður í ríkisrekstrinum, semja við erlendu kröfuhafana – sem gæti reynst afar tímafrekt. Á meðan eru skattta- og skuldalækkanir varla á döfinni.

Einhvern veginn er þetta ekki sami bjartsýnisboðskapurinn og fyrir kosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni