fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Nýr Landspítali – og kreppa heilsugæslunnar

Egill Helgason
Mánudaginn 27. maí 2013 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin leggur af stað með háleit markmið, en þau eru að mörgu leyti óljós.

Það verður til dæmis ekki lesið úr stjórnarsáttmálunum hvort standi til að hætta við hinar feiknarstóru nýbyggingar Landspítalans, en það er talað um nauðsyn þess að gera endurbætur á húsnæði spítalans.

Nýi Landspítalinn er mál sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur settu á dagskrá á sínum tíma. Davíð Oddsson lagðist á spítala og varð mjög áhugasamur um að byggja nýtt sjúkrahús. Það stóð til að nota „Landsímapeningana“ í þetta. Framsóknarmenn áttu heilbrigðisráðherra sem voru mjög áhugasamir um framkvæmdirnar – sjálfur Alfreð Þorsteinsson var settur yfir þær.

En nú er eins og Framsóknarmönnum hafi snúist hugur – um afstöðu Sjálfstæðisflokksins veit maður eiginlega ekki.

Það er þó ljóst að húsakosturinn er ómögulegur, gamall og úr sér genginn.

Um leið er talað um nauðsyn þess að gera eitthvað í heilsugæslunni sem er í mikilli krísu.

Nýr heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, talar um skort á heimilislæknum á Akureyri. Þessi skortur er líka bráður á höfuðborgarsvæðinu.

Í almennilega uppbyggðu heilbrigðiskerfi hlýtur að vera nauðsynlegt að hafa heilsugæsluna í lagi, það er staðurinn þar sem sjúklingar koma fyrst og þar á að vera hægt að taka má móti þeim svo álaginu sé létt af dýrari hluta kerfisins.

En svona virkar þetta ekki hjá okkur. Tugþúsundir manna eru án heimilislæknis og heilsugæslustöðvarnar taka á móti miklum fjölda fólks á svokölluðum vöktum. Það þýðir að fólk hittir sjaldnast sama lækninn og alla eftirfylgni skortir.

Er hægt að gera hvort tveggja, efla heilsugæsluna og byggja nýjan spítala? Það er spurning. En það vekur athygli að lítið er talað um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Hugmyndir af því tagi virðast ekki eiga upp á pallborðið.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin