fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Fær Framsókn forsætisráðherrann?

Egill Helgason
Laugardaginn 18. maí 2013 11:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk stjórnarmyndunarumboðið frá Ólafi Ragnari og það hefur ekkert farið á flakk síðan.

Og nú er sagt að hann verði forsætisráðherra. Það hefur þó ekki verið staðfest.

Hann er þó formaður flokks sem er þremur prósentustigum minni en Sjálfstæðisflokkurinn, það voru semsagt allmiklu fleiri sem kusu Sjálfstæðisflokkinn.

Bjarni Benediktsson mun þurfa að skýra út fyrir flokksmönnum sínum hvers vegna þessi ákvörðun var tekin.

Það má vera að með þessu verði staðfest að ríkisstjórnin sé á forsendum Framsóknar, að forsætisráðherrann sjálfur verði ábyrgur fyrir stóru loforðunum sem voru uppi í kosningabáráttunni, skuldaniðurfellingunni og samningunum við erlenda kröfuhafa, „hrægammana“.

Það er ljóst að á móti mun Sjálfstæðisflokkurinn fá stór og valdamikil ráðuneyti, fjármálaráðuneytið, atvinnuvegaráðuneytið og utanríkisráðuneytið væntanlega.

Það kann auðvitað að hafa haft áhrif að Framsóknarflokkurinn á betri tækifæri til að mynda ríkisstjórn til vinstri en Sjálfstæðisflokkurinn. Það er útspil sem Framsókn getur alltaf gripið til.

En það styrkir varla formann Sjálfstæðisflokksins inn á við að verða ekki forsætisráðherra. Hann getur þó huggað sig við að andstæðingar hans innan flokksins eru veiklaðir eftir misheppnaða tilraun til að setja hann af fyrir kosningar. Og fyrir utan Hönnu Birnu er enginn annar innan flokksins sem virðist geta ógnað honum í bili.

Stjórnarmyndunarviðræðurnar virðast þó hafa farið fram í mesta bróðerni. Það hafa ekki borist neinar fréttir af ágreiningi. Þess vegna verður forvitnilegt að sjá stjórnarsáttmálann. Veður þetta almennt orðuð lýsing á markmiðum eða birtast þarna einhverjar snilldarlegar leiðir til að standa við loforðin?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin