fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

EES og leiðinn, fríverslun ESB og BNA og meint mikilvægi Íslands

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. febrúar 2013 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er margt skrafað um Evrópusambandið.

Össur Skarphéðinsson segir að það sé orðið dauðleitt á EES – það er ábyggilega margt til í því að áhuginn á þessum samningi innan ESB sé litill.

Og það má kannski til sanns vegar færa að þegar bankabandalag Evrópu – sem við myndum væntanlega þurfa að taka þátt í – myndi það stangast á við núgildandi stjórnarskrá.

Raunar er það svo að EES samningurinn með öllu sínu valdaframsali hefur líklega alltaf brotið gegn stjórnarskránni. Stjórnmálamenn hafa bara alltaf kosið að líta framhjá því – af því það hentar.

Á sama tíma er verið að ræða um stærsta fríverslunarsamning allra tíma, milli ESB og Bandaríkjanna. Það þótti sæta miklum tíðindum þegar Obama nefndi þennan samning í stefnuræðu sinni – það sýnir að málið er tekið mjög alvarlega. Hins vegar er óneitanlega margt sem gæti staðið í veginum – verndarstefna í Bandaríkjunum og Evrópu, deilur um erfðabreytt matvæli.

En menn hljóta að fylgjast með þessu af áhuga.

Fylgi við Evrópusambandsaðild hefur sjaldan verið minna á Íslandi. Þannig að líkurnar á að við göngum í ESB eru næstum engar. Hins vegar er málið að valda stjórnmálaflokkunum erfiðleikum. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hika við að lýsa því yfir að slíta eigi viðræðunum beint, heldur vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna sem gæti orðið í haust. Ég hef sagt nokkrum erlendum fjölmiðlamönnum frá þeirri hugmynd – viðbrögðin eru á eina leið, þeir fara að hlæja. Það er líklegt að framkvæmdin geti orðið ansi vandræðaleg – og erfið fyrir hvaða ríkisstjórn sem þá situr.

Enn hef ég ekki heyrt einn einasta stjórnmálamann tala af sannfæringu fyrir slíkri þjóðaraatkvæðagreiðslu.

Maður verður svosem ekki var við að Evrópusambandið leggi ofuráherslu á að fá Ísland í sínar raðir. Samningar hafa gengið hægt – og yfirleitt eru ráðamenn í Evrópu varfærnir í yfirlýsingum sínum um aðild Íslands. Af umræðum á Íslandi mætti þó ráða að þessu sé öðruvísi farið – að Ísland sé ótrúlegt hnoss.

Teitur Atlason og Vigdís Haukssdóttir hafa til dæmis verið að þrasa um tveggja ára gamla grein eftir Vigdísi þar sem er þessi óborganlega lína:

„Ísland er í raun eina tækifæri sambandsins til að lifa af.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“