fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Björt framtíð tekur frá vinstri flokkum, sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. janúar 2013 19:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasti Þjóðarpúls Gallups stafestir það sem ég hef haldið fram – Björt framtíð tekur ekki fylgi frá Sjálfstæðisflokknum heldur dreifist fylgið á vinstri vængnum enn víðar vegna tilkomu hennar. 12 prósent í skoðanakönnun er góður árangur hjá flokknum þegar fjórir mánuðir eru til kosninga, því verður ekki neitað. Flokkurinn er með vind í seglin, ólíkt hinum nýju flokkunum.

Samstaða virðist vera alveg út úr myndinni með 1,3 prósent, Píratar hafa 2,5 prósent, Dögun 3 prósent og Hægri grænir 2,5 prósent – þeir eru eini flokkurinn  af þessum sem aðhyllast yfirlýsta hægristefnu. Enginn af þessum flokkum myndi ná mönnum inn á þing við þessar aðstæður.

Allt styrkir þetta fremur Sjálfstæðisflokkinn. Hannfær kannski ekki þessi 36,3 prósent sem honum er spáð í kosningum, en eins og staðan er þyrftu Samfylking og VG að fá með sér tvo flokka í ríkisstjórn til að geta haldið áfram – bæði Framsókn og Bjarta framtíð.

Það virkar heldur ólíklegt að sú gæti verið niðurstaðan.

En Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru ekki langt frá því að ná hreinum meirihluta. Verði sú raunin þarf ekki að spyrja að leikslokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“