fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Ódáinsakur þjóðardýrlinga, úr forsögu Grænlands, Jóhann Sigurjónsson

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. september 2013 00:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni í kvöld kynnumst við nokkrum rithöfundum sem voru gestir á Bókmenntahátíð í Reykjavík.

Þar má nefna Kiran Desai frá Indlandi Ewu Lipsku frá Póllandi, Rachel Joyce frá Englandi, Nuka K. Godtfredsen frá Grænlandi, Hermann Koch frá Hollandi og Georgi Gospodinov frá Búlgaríu.

Joyce og Koch hafa verið mjög vinsælir höfundar á Íslandi, en nú er nýskeð búið að þýða bækur eftir Desai og Gospodinov.

Við fáum í þáttinn Jón Karl Helgason sem er nýbúinn að senda frá sér bók sem hann kallar Ódáinsakur, Helgifesta þjóðardýrlinga. Þar fjallar hann um hvernig þjóðardýrlingar á Íslandi hafa orðið til og dafnar. Við heyrum um styttur Jónasar Hallgrímssonar og Jóns Sigurðssonar, en líka um einkennilegan flutning á beinum Jóns Arasonar.

Við kynnum til leiks tvo nýja gagnrýnendur þáttarins, þá Sigurð G. Tómasson og Þorgeir Tryggvason. Þeir fjalla um tvær bækur, Í spor Jóns lærða sem er ritgerðasafn um þann merka mann og Gengið með fiskum eftir Pálma Gunnarsson.

Bragi spjallar um Jóhann Sigurjónsson.

De-første-skridt-44

Hinar mögnuðu teiknimyndasögur Nuka K. Godtfredsen úr forsögu Grænlands verða til umfjöllunar í Kiljunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB