fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Nýr ráðherra Framsóknar?

Egill Helgason
Sunnudaginn 1. september 2013 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Sprengisandi í morgun að nýr ráðherra Framsóknar í ríkisstjórninni yrði kynntur fljótlega og að til yrði „sterkt ráðuneyti“ sem færi með umhverfismál.

Nú er dálítið úr vöndu að ráða fyrir formanninn. Hann lagði mikið á sig til að halda Vigdísi Hauksdóttur utan ríkisstjórnar í vor og það er ekki líklegt að hann bjóði henn þetta sæti. Það er lítill vilji til að fá Vigdísi að ríkisstjórnarborðinu.

En kynjahlutfallið verður ekki gott hjá Framsókn í stjórninni ef karlmaður fær ráðuneytið. Þá varða karlarnir fjórir en aðeins ein kona. Þykir ekki gott afspurnar. Miðað við það væri Frosti Sigurjónsson, sem oft hefur verið spáð ráðherrasæti, út úr myndinni, en þó er aldrei að vita.

Þingkonurnar í flokknum eru allar óreyndar nema Sigrún Magnúsdóttir sem tók að sér, væntanlega í ljósi reynslu sinnar, að leiða þingflokkinn. Hún kemur máski til greina.

Annar möguleiki væri svo að kalla til ráðherra sem er utan þings, en það væri ekki sérstaklega í anda ríkisstjórnarsamstarfsins hingað til.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?