fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Dapri Grikkinn – og Tommi

Egill Helgason
Laugardaginn 17. ágúst 2013 23:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt er frá mikilli örtröð sem varð þegar Hamborgarabúllan opnaði á Marylebone High Street í London undir nafninu Tommi´s Burger Joint.

Það er gleðiefni fyrir eigendur staðarins. Tommi er flinkur veitingamaður.

Áður var í þessu húsnæði veitingahús sem við nefndum dapra Grikkjann.

Ég sá aldrei neinn fara inn á þennan stað. Hann var líka mjög gamaldags. Á hverjum degi klæddu þjónarnir sig upp í búning, annar var í hvítum jakka, hinn í svörtum – báðir með slaufur. Borðin voru með hvítum dúkum, en allt yfirbragðið var mjög þungt – að maður segi ekki þunglyndislegt.

Staðurinn leit út fyrir að hann hefði verið þarna lengi, en ekki þróast með tímanum.

En ég verð að viðurkenna að ég fann alltaf dálítið til með þessum döpru Grikkjum. Ekki þó nóg til að borða hjá þeim.

Nú er bið þeirra eftir matargestum á enda. Tommi er tekinn við og fólkið stendur í biðröð við þetta horn sem áður sást varla hræða.

2498941632_22f0bb5989_b

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar