fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Fiskur með osti

Egill Helgason
Sunnudaginn 4. ágúst 2013 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var krakki kunnu Íslendingar ekki að elda fisk.

Þeir suðu ýsu þangað til hún varð seig eins og tyggjó og borðuðu hana með bráðnu sméri eða tómatsósu.

Eitthvert furðulegt gums sem var kallað fiskbollur í dós var líklega algengasti maturinn á borðum Íslendinga – fyrir utan hinar ógeðslegu kjötbollur sem voru búnar til úr farsi.

Saltfiskur var stundum á borðum, en hann var einkennilega gulur á litinn. Góði saltfiskurinn var nefnilega seldur til Spánar en hratið varð eftir.

Svo fréttu Íslendingar að erlendis væri fiskur jafnvel veislumatur. Soðinn lax þótti reyndar vera það á Íslandi, en hann féll af stallinum þegar farið var að rækta hann í eldi.

En þá brá svo við að farið var að setja ost á fiskinn. Honum var beinlíns drekkt í osti. Það var heill fiskveitingastaður við Grensásveg þegar ég var ungur blaðamaður og vann í Ármúla þar sem var hægt að fá alls konar fiskrétti með osti – eða ostrétti með fiski.

Því innst inni voru Íslendingar enn þeirrar skoðunar að fiskur væri ekki góður matur, og það þyrfti að fela af honum bragðið. Og hvað var þá betra en hinn gúmmíkenndi íslenski ostur?

Víða í Miðjarðarhafslöndum er talinn glæpur að setja ost á sama disk og fisk.

Nú er öldin nokkuð önnur, eða það held ég. Maður sér er ekki oft fisk með osti, heldur hafa sprottið upp fiskveitingahús í Reykjavík sem eru alveg jafn dýr og veitingahúsin sem selja kjötið. Dýrari ef eitthvað er.

Því víðast í útlöndum er fiskur dýrari en kjöt.

Besti fiskur sem ég veit er samt grillaður heill. Það kunna Grikkir öðrum betur að gera, grilla hann þannig að áferðin verði alveg jöfn, og fiskurin verði hvorki of þurr né of hrár. Mesta listin er að geta gert þetta við stóran fisk – og þá þarf ekki annað með en olífuolíu, sítrónu og salt.

Mesti snillingurinn í þessu á Folegandros er gamall karl sem heitir Herkúles. Að jafnaði gengur hann í svuntu og í hvítum hlýrabol. Hann grillar fisk af slíkri íþrótt að sögur fara af. En maður verður að leggja á sig bátsferð til að komast til hans og ganga síðan upp á bratta hæð – öðruvísi kemst maður ekki í kræsingarnar.

picUgQ9fz

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?