Eygló Harðardóttir segir að í nóvember verði orðið ljóst hvernig skuldalækkunum vegna húsnæðislána – og kannski annarra lána líka? – verði háttað.
Eygló skrifar á heimasíðu sína:
„Stefna stjórnvalda er að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð lán heimilanna. Skuldaleiðréttingin mun ekki auka skuldir ríkissjóðs. Nánari útfærsla mun liggja fyrir í nóvember. Bæði bein niðurfærsla höfuðstóls og skattalegar aðgerðir kunna að verða fyrir valinu í samræmi við stefnu stjórnarflokkanna. Mögulegt verður að beita fjárhæðartakmörkunum og öðrum skilyrðum til að tryggja jafnræði og skilvirkni úrræðanna.“
Á sama tíma talar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um að átak þurfi til að kæla hagkerfið. En það eru launahækkanir og verðbólga sem hann óttast fyrst og fremst.