fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Óhjákvæmilegt að taka upp gjaldtöku á ferðamannastöðum

Egill Helgason
Föstudaginn 17. maí 2013 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er rætt um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Virðist eiginlega óhjákvæmilegt, miðað við fjölgun ferðamanna og átroðninginn sem er á vinsælustu stöðunum. Við Mývatn, á Þingvöllum, Gullfoss og Geysi, í Landmannalaugum.

Forstöðumanni Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála finnst þetta vond hugmynd. Hann vill nota styrkjasjóði til þessa.

En meðan við tökum ekki skattfé og setjum í þessi mál þá verður þetta svona áfram. Og það er líka spurning hvort þetta er ekki miklu sanngjarnara fyrirkomulag? Notandinn borgar.

Meðal þess sem hefur verið lagt til er að útbúa sérstakt Íslandskort sem ferðamenn geta keypt. Það ætti ekki að vera alltof dýrt. Eitt kort á bifreið myndi duga. Kortinu mætti svo framvísa á helstu ferðamannastöðunum ef fólk vill fara þangað. Hins vegar yrði dýrara að kaupa einstakan aðgang að vinsælustu stöðunum.

Staðir sem eru ekki síður fallegir en minna sóttir yrðu gjaldfrjálsir. Þannig væri jafnvel hægt að beina meiri umferð á til dæmis Vestfirði, þar eru fáir erlendir ferðamenn en ekki minni náttúrufegurð á ofantöldum stöðum.

Svona fyrirkomulag er alvanalegt vestanhafs. Ég ók í Klettafjöllin í Kanada í fyrra og þá þurftum við að borga fyrir að komast í þjóðgarðinn í Banff. Okkur þótti það ekki nema sjálfsagt.

Það er altént betra að taka vægt gjald og takmarka aðganginn aðeins en að þurfa að loka alveg vegna átroðnings eins og gerist í Dimmuborgum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin