Í viðbrögðum við skoðanakönnun frá Félagsvísindastofnun sem Morgunblaðið birti í gær dregur Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, upp athyglisverða mynd.
Að Sjálfstæðisflokkurinn geti fengið ívið meira fylgi en Framsókn en samt færri þingmenn.
Í skoðanakönnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn með 24,8 prósent en Framsóknarflokkurinn með 24,4.
Þetta er ekki tölfræðilega marktækur munur, en ef þetta er reiknað yfir í þingmenn Framsókn 20 en Sjálfstæðisflokkurinn 18.
Kosningakerfið hjá okkur skapar nokkurn veginn jöfnuð milli flokka en ekki milli kjördæma. Þarna höfum við þó möguleika á misvægi sem er meira en nokkru sinni síðan 1983, segir Ólafur.
Ástæðan er að Framsókn stefnir í að fá svo marga kjördæmakjörna menn í hinum fámennari kjördæmum úti á landi að jöfnunarmenn duga ekki til að úthluta hinum flokkunum þingmönnum eftir kjörfylgi.
Þetta minnir á gamla tíma þegar voru langvinnar deilur um kosningakerfið. Þá það hannað þannig að Framsókn fékk miklu fleiri þingmenn en atkvæðatala flokksins sagði til um. Fyrir þetta guldu Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur sem höfðu meira fylgi á mölinni. Það var til dæmis vegna kjördæmamála að myndaðist svo mikil óvild milli Ólafs Thors og Hermanns Jónassonar, helstu stjórnmálaforingja um miðja öldina, að þeir gátu ekki unni saman í ríkisstjórnum.