fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Stjórnarslit og viðræðuhlé – fríverslunarsamingur við Kína

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. janúar 2013 07:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn velta því fyrir sér hvað hafi gengið á í stjórnarliðinu til að fá Samfylkinguna til að setja viðræðurnar við Evrópusamband á ís – því eins og blasið við er óvíst að þær verði nokkurn tíma teknar úr frystinum aftur.

Vísbendingu er að finna í orðaskiptum Hrannars Björns Arnarsonar, aðstoðarmanns Jóhönnu Sigurðardóttur, og Baldurs Þórhallssonar á Facebook í gær. Þar segir Hrannar meðal annars:

„Telji menn að stjórnarslit og þar með algert uppnám aðildarferlisins, hefði þjónað hagsmunum aðildarsinna betur, þá er ég því algerlega ósammála.“

Þar höfum við það. Forystumenn í Samfylkingunni, þar á meðal Össur Skarphéðinsson, hafa talað eins og þetta sé besta mál fyrir aðildarferlið en Hrannar talar um yfirvofandi stjórnarslit.

Annars leikur manni forvitni að vita meira um fríverslunarsamninginn við Kína, en sagt er að mikil kraftur hafi veri settur í þær viðræður, á sama tíma og gert er hlé á viðræðunum við Evrópusambandið. Mjög lítið hefur spurst um fríverslunarviðræðurnar – hver ætli sé skýringin á því?

Í bakgrunni eru svo viðræður milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um fríverslun, en nú ræða menn mikið um efnahagslegt mikilvægi slíks samnings og möguleika á að hægt verði að klára hann, en pólitískur vilji virðist vera fyrir slíkum samningi beggja vegna Atlantshafsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“