fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Elf snerist um hvítflibbaglæpi, ekki mafíósa

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. janúar 2013 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið blaðafulltrúi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og meðal annars ritað greinar í hans nafni í blöð. Kristín situr líka í stjórn 365-miðla.

Nú skrifar hún undir eigin nafni grein sem kemur í framhaldi af Vafningsdómnum og ákæru í svokölluðu Aurummáli.

Það er ekki ástæða til að elta ólar við allt sem stendur í greininni, en þó er rétt að nefna eitt sem er hrein rangfærsla.

Nefnilega þá fullyrðingu að í Elf Aquitaine málinu sem Eva Joly rannsakaði „niðri í Evrópu“ hafi hún verið að fjalla um misgerðir „rótgróinna mafíósa“.

Málið tengdist mönnum í æðstu stöðum, meðal annars stjórnendum Elf sem er risastórt olíufélag, konu eins þeirra, einum af utanríkisráðherrum Frakklands, einum helsta stjórnmálaflokki landsins, leiðtogum Afríkuríkja, stærsta banka Frakklands – málið teygði meira að segja anga sína inn í Kristilega demókrataflokkinn í Þýskalandi, flokk Helmuts Kohls.

Það var einmitt það sem var sérstakt við málið að þarna var farið að rannsaka „misgerðir“ manna í háum stöðum sem höfðu talið sig hafna yfir lög og rétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“