fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Eyjan

Hrun 1 og hrun 2

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. júlí 2012 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnahagsbatinn á Íslandi er ótvíræður. Hann vekur athygli víða um lönd. Atvinnuleysi er lítið og hagvöxtur er góður þrátt fyrir að ekki hafi verið ráðist í stórframkvæmdir. Meðallaun eru reyndar lægri á Íslandi en í mörgum samanburðarlöndum, en það er varla von á öðru eftir hrunið.

Hins vegar geta menn haft stórar efasemdir um þennan efnahagsbata og hversu sjálfbær hann er. Batinn verður til innan gjaldeyrishafta sem er mjög erfitt að leggja af.

Lesandi síðunnar sendi nokkrar línur þar sem dregin er upp dökk mynd:

„Fyrir hrun… var lífskjörum haldið uppi á Íslandi með „fölsuðu“ gengi krónunnar og glórulausum lántökum EINKAAÐILA. Þetta olli hruni nr. 1.

Eftir hrun… er lífskjörum haldið uppi á Íslandi með „fölsuðu“ gengi krónunnar og glórulausum lántökum RÍKISINS. Þetta MUN valda hruni nr. 2.

Fyrir hrun var krónan of sterk vegna ÓHEFTS innflæðis á gjaldeyri (Hægri stjórn)

Eftir hrun er krónan of sterk vegna HEFTS útflæðis á gjaldeyri (Vinstri stjórn)

… Titanic nr. 2 er að sigla sömu leið til baka og enginn hefur lært neitt…peningastefnutrixin eru þau sömu og áður ….

… því er eðlilegt að spyrja: Hver var höfundur peningastefnunnar fyrir hrun og hver er höfundur peningastefnunnar eftir hrun?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi