fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Tvær kannanir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. apríl 2012 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær skoðanakannanir vekja athygli um þessi mánaðarmót.

Ríkisstjórnin fær hrós í erlendum blöðum fyrir endurreisn íslensks efnahagskerfis, það er sagt að heimurinn fylgist með því hvernig þjóð skiptir úr bóluhagkerfi yfir í raunhagkerfi þar sem fiskur og ferðamennska eru í fyrirrúmi.

En á sama tíma birtist könnun þar sem kemur í ljós að ríkisstjórn á Íslandi hefur hérumbil aldrei verið óvinsælli. Aðeins stjórn Geirs Haarde náði jafnmiklum óvinsældum á síðustu metrunum.

Það er líklegt að fari um ríkisstjórnarflokkana þegar þeir sjá þetta – og eins þegar þeir skoða fylgistölur Sjálfstæðisflokksins.

Nú er ár til kosninga og í raun eru líkur á að þetta boði pólitískan firnavetur þar sem stjórnarflokkarnir reyna að ná aftur vígstöðu sinni. Innan Samfylkingarinnar er mikil hreyfing í þá átt að skipta um formann – innan VG finnst mönnum að þeir geti ekki lengur haft óvinsæla aðildarumsókn hangandi yfir sér.

Svo kemur önnur könnun sem segir að Íslendingar séu ekki lengur í hópi hamingjusömustu þjóða í heimi. Þar áttum við löngum vísan stað í efstu sætum.

En nú eru meira að segja Finnar – sem sagt er að hafi eðlislæga tilhneigingu til þunglyndis – langt fyrir ofan okkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“