fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Tapio, Eiríkur Norðdahl, Gerður Kristný og frumútgáfur af Elíasi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. október 2012 08:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og áður er komið fram fjöllum við um bókina Ariasman eftir Tapio Koivukari í  Kiljunni í kvöld. Þetta er söguleg skáldsaga sem fjallar um Spánverjavígin á Vestfjörðum 1615.

Við ræðum við Eirík Örn Norðdahl rithöfund um stóra skáldsögu eftir hann sem nefnist Illska. Bókin fékk feikigóða dóma í Kiljunni fyrir tveimur vikum.

Gerður Kristný er gestur í þættinum, eftir hana er nýútkomin ljóðabók sem nefnist Strandir. Síðasta ljóðabók Gerðar, Blóðhófnir, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær nýjar bækur: Landvættir eftir Ófeig Sigurðsson og Rof eftir Ragnar Jónasson.

En Bragi sýnir okkur frumútgáfur af bókum eftir Elías Mar.

Blaðsíða úr tímaritinu Líf og list frá 1950. Við nefnum þessa fallegu teikningu af Elíasi Mar í þættinum í kvöld, hún er eftir Sverri Haraldsson. Elías var mjög afkastamikill á þessum árum, en hann hætti nánast að gefa út þegar afar neikvæður ritdómur birtist um hann í Þjóðviljanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu