fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Hvernig frjáls markaður brást í Bretlandi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. október 2012 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Meacher skrifar umhugsunarverða grein í Guardian um hvernig hinn frjálsi markaður hefur brugðist almenningi eftir langt tímabil einkavæðingar.

Hann nefnir orkufyrirtæki – orkuverð hefur hækkað stórlega til Bretlandi og nú hyggst ríkisstjórnin neyða orkufyrirtæki til að veita neytendum lægsta mögulega verð. Ríkið þarf semsagt að grípa inn í.

Annað dæmi eru járnbrautirnar sem voru einkavæddar með herfilegum afleiðingum. Farmiðaverð er hvergi hærra en í Bretlandi og lestirnar eru í lélegu ásigkomulagi. Oft koma upp hneykslismál vegna vanrækslu og lélegs viðhalds.

Þetta aftrar þó ekki forstjórum frá  því að greiða sjálfum sér ofurlaun.

Meacher nefnir líka húsnæði. Hinn frjálsi markaður hefur reynst ófær um að sjá milljónum manna fyrir sómasamlegu húsnæði. Þetta hefur valdið mikilli eymd. Hann segir að 5 milljón heimili séu nú á biðlista eftir opinberu húsnæði – það þurfi að gera stórátak til að leysa þennan vanda, vinnuaflið sé að finna í þeim mikla fjölda sem er á atvinnuleysisskrá.

Grófasta dæmið um hvernig hinn frjálsi markaður hafi brugðist séu þó bankarnir. Þeir leggi alla áherslu á spákaupmennsku, húsnæðisbrask og skattaundanskot í staðinn fyrir að efla atvinnulífið, fjárfestingar og útflutningsgreinar.

Meacher segir að nauðsynlegt sé að skilja á milli starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingabanka, en einnig þurfi að brjóta upp stærstu banka Bretlands svo úr verði minni bankar sem einbeiti sér að svæðisbundinni uppbyggingu, grænu hagkerfi, tækni og innri uppbyggingu samfélagsins.

Svo er náttúrlega spurningin hvort hinn frjálsi markaður sem er nefndur hér að ofan sé yfirleitt frjáls, hvort hann sé ekki einfaldlega á valdi fámennra auðklíka sem mjólka markaðinn alveg eins og þær geta?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu