fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Finni skrifar sögulega skáldsögu um Spánverjavígin

Egill Helgason
Mánudaginn 22. október 2012 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tapio Koivukari er finnskur maður, ættaður frá Rauma. Hann bjó lengi á Íslandi, starfaði meðal annars sem smíðakennari á Ísafirði, er giftur íslenskri konu, henni Huldu, og hann talar íslensku nánast óaðfinnananlega. Tapio er rithöfundur, hann hefur skrifað trílógíu sem gerist í heimahéraði hans í Finnlandi, en svo sneri hann sér að því að skrifa bók um atburð sem honum var hugleikinn – Spánverjavígin á Íslandi.

Bókin er nú komin út í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar. Hún nefnist Ariasman, en það er nafnið sem basknesku hvalveiðimennirnir gáfu Ara ríka í Ögri, helsta höfðingja Vestfjarða á tíma atburðanna sem bókin fjallar um. Þarna hjuggu íslenskir bændur, undir forystu Ara, 31 baskneskan skipbrotsmann bókstaflega í spað. Þessi fjöldamorð voru vissulega mikið óhæfuverk – og þau eiga varla sinn líka í Íslandssögunni.

Spánverjavígin hafa þannig löngum verið ráðgáta, en Tapio reynir að nálgast þau í formi sögulegrar skáldsögu þar sem atburðum er lýst bæði frá sjónarhóli Íslendinga og Baskanna sem komu hingað til að veiða hval.

Tapio Koivukari verður gestur í Kiljunni á miðvikudagskvöld.

Mynd er sýnir hvalveiðar við Íslandsstrendur. Baskar voru mestu hvalveiðimenn í heimi, þeir sóttu meðal annars til Nýfundnalands, Labrador og Íslands. Hvalveiðimennirnir sem voru vegnir 1615 voru skipbrotsmenn úr flota þriggja skipa sem höfðu aðsetur í Reykjarfirði á Ströndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu