fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Getur Sjálfstæðisflokkurinn fellt tillögur Stjórnlagaráðs?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. október 2012 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forysta Sjálfstæðisflokksins mun hafa átt í talsverðum erfiðleikum með hvaða afstöðu hún ætlaði að taka til þjóðaratkvæðagreiðslunnar á laugardag.

Í fyrstu hallaðist hún helst að því að láta þau boð út ganga til flokksmanna að sniðganga atkvæðagreiðsluna. Það hefði verið vandræðaleg staða, það er varla gott að stærsti stjórnmálaflokkur landsins hvetji fólk til að taka ekki þátt í kosningum – og þá hefði auðvitað verið líklegra að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu samþykktar með miklum mun.

Nú er afstaða flokksforystunnar sú að hvetja Sjálfstæðismenn að mæta á kjörstað og segja nei við tillögunum – þessu „fúski“ eins og segir í bréfi Bjarna Benediktssonar til flokksmanna.

Þetta gæti haft nokkur áhrif á kjörsóknina – hún gæti jafnvel farið upp í 40-50 prósent – og það gefur kosningunum sem slíkum aukið gildi. En svo er spurning hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé nógu sterkur til að fella tillögurnar?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg