fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Sjávarútvegsstjóri sem sætti pyntingum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. júlí 2012 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskveiðar eru afgangsstærð í Evrópusambandinu og það er hefð fyrir því að sjávarútvegsstjóri ESB komi frá löndum sem hafa fremur litla vigt – sá síðasti, Joe Borg, var frá Möltu – eða að þeir séu persónur sem hafa kannski ekki yfirgripsmikla þekkingu á málaflokknum. Þannig var hin lítríka ítalska stjórnmálakona, Emma Bonino sjávarútvegsstjóri árin 1994 til 1999. Bonino er stórbrotin kona, frábær talsmaður mannréttinda, en hún vissi ekki mikið um fiskveiðar.

Nú fá Grikkir að eiga fiskveiðistjórann – hún heitir Maria Damanaki. Grikkir borða mikinn fisk og þykir hann afar góður, þeir kunna að matreiða hann betur en þjóðir norðar í álfunni, en þeir eru ekki sérlega mikil fiskveiðiþjóð. Útgerðin sem tíðkuð er í Grikklandi fer yfirleitt fram á litlum bátum.

En Maria Damanaki er merkiskona.

Hún er fædd 1952 á Krít og hóf stjórnmálaferil sinn í röðum kommúnista. Hún varð fræg í uppreisninni í Tækniháskólanum í Aþenu 1973, það var á tíma herforingjastjórnarinnar sem féll árið eftir. Damanaki var handtekin og pyntuð af stjórninni. Hún mátti horfa upp á vini sína pyntaða og myrta. En hún varð þjóðkunn sem ein helsta rödd uppreisnarinnar í ólöglegri útvarpsstöð sem sendi út boðskapinn.

Hún varð þingmaður aðeins tuttugu og fimm ára, fyrst fyrir Kommúnistaflokkinn en síðar fyrir Synaspismos – sá flokkur er nú hluti af kosningabandalaginu Syriza sem vann stórsigur í þingkosningunum um daginn.Hún var um tíma formaður flokksins en sagði af sér eftir tap í kosningum.

Síðar gekk hún í sósíal-demókrataflokkinn Pasok og varð handgengin Giorgos Papandreou – sem síðar varð forsætisráðherra. Hún er verkfræðingur að mennt og hefur farið með sjávarútvegsmálin í framkvæmdastjórn ESB síðan 2010. Hún hefur skrifað tvær bækur um stjórnmál – önnur þeirra fjallar um konur í pólitík. Hún fæst við geysierfitt verkefni, endurskoðun á fiskveiðistefnu ESB sem ekki sér fyrir endann á.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu