fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Brattar ályktanir um kosningaúrslit

Egill Helgason
Sunnudaginn 1. júlí 2012 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nokkuð brött ályktun að sigur Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningunum í gær sé sérstakur ósigur ríkisstjórnarinnar.

Það var að vísu viss hópur innan Samfylkingarinnar sem hvatti ákafast til framboðs Þóru Arnórsdóttur, en að öðru leyti héldu stjórnarliðar sig hæga í kosningunum og raunar stjórnarandstaðan líka.

Þetta er fyrst og fremst sigur Ólafs Ragnars – hann hefur alla tíð spilað sóló í stjórnmálum, líka þegar hann var formaður Alþýðubandalagsins, og það er út í hött að álíta að hann sé nú orðinn sérstakur Framsóknar- eða Sjálfstæðismaður – eða „óskakandídat Sjálfstæðismanna“.

Það verður meira að segja að teljast líklegt að Ólafur Ragnar mun á næstu misserum tala mikið um efnahagsbatann á Íslandi og þar verður hann samstíga stjórninni – hann hefur reyndar gert talsvert af því nú þegar.

Önnur ályktun sem er brött er að Ólafur muni verða umdeildari á næsta kjörtímabili en hann hefur verið.

Er það? Það er varla hægt að verða umdeildari en Ólafur Ragnar hefur verið síðustu fjögur árin –  og miðað við það má fimmtíu og þriggja prósenta fylgi teljast harla gott.

Það gæti auðvitað byrjað einhver ófriður í kringum embættið ef kosið verður um aðild að Evrópusambandinu. En sú kosning virðist vera langt undan – og eins og stendur er það mikil minnihlutaskoðun að Ísland skuli ganga í ESB.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu