fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Forsetinn og sameiningin

Egill Helgason
Fimmtudaginn 5. apríl 2012 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru komin fram nokkur framboð til forsetakosninga og kannski hægt að fara að ræða af viti um tilgang þessa embættis. Hann er nefnilega mjög óljós, því fer fjarri að um hann sé einhver samstaða.

Í einni grein las ég að eitt forsetaefnið myndi ná að „sameina“ þjóðina. Jú, kannski er möguleiki að nýr forseti geti skapað meiri frið um forsetaembættið – ef við viljum það – en það eru furðu stórar væntingar fólgnar í því að sá sem gegnir þessu embætti geti sameinað þjóðina.

Forseti getur stuðlað að sátt um embættið með einum hætti – með því að segja sem minnst. Undir eins og forseti beitir málskotsréttinum er sáttin farin út í buskann – eðli málsins samkvæmt verður málskotsréttinum einungis beitt í umdeildum málum og væntanlega í óþökk sitjandi ríkisstjórnar.

Sameiningin og sáttin hjá Vigdísi og Kristjáni  fólst í því að þau sátu á friðarstóli og sneiddu vandlega fram hjá pólitískum átakamálum. Þau störfuðu bæði samkvæmt því að embættið væri algjörlega ópólitískt. Þau voru bæði vinsæl, Kristján talaði mest um menningu okkar, Vigdís um menninguna og náttúruna, hún gróðursetti tré.

Á tíma Kristjáns Eldjárns geisuðu harðar deilur um hermálið – Kristján kom ekki nálægt þeim, hann var ekkert í því að sætta stríðandi fylkingar. Hann hafði engin tök á því.

Á fyrsta hluta valdaskeiðs Vigdísar Finnbogadóttur var hér óðaverðbólga og hræðilegt efnahagsástand. Það voru mjög hörð átök í stjórnmálunum – og aftur urðu átök þegar EES-samningurinn var gerður. Það voru áskoranir á Vigdísi að beita málskotsréttinum, en hún varð ekki við því. Hefði hún gert það hefði hún orðið hetja í röðum Alþýðubandalags og Framsóknar, en Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu sett hana út af sakramentinu.

Þetta er vandmeðfarið. Í raun getur forseti afar lítið gert. Ólafur Ragnar hefur skapað sér svigrúm á löngu valdaskeiði, en um leið hefur hann bakað sér miklar óvinsældir. Á fyrstu árum sínum mátti Ólafur ekki einu sinni tjá sig um vegi á Vestfjörðum án þess að hann væri skammaður fyrir að fara út fyrir valdsvið sitt.

Við getum haft forseta sem beitir málskotsréttinum og þá verður hann óvinsæll.

Og við getum haft forseta sem talar á almennum nótum um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Hann getur verið vinaleg persóna sem flestir kunna vel við.

Hér í samfélagi okkar deilum við um fiskveiðistjórnun, orkunýtingu, skuldir, Evrópusambandið og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, gjaldmiðilsmál, afleiðingar hrunsins – það er hægt að setja á alls konar ræður en forseti á í raun sáralitla aðkomu að þessum málum, en undir eins og hann gerir það er hætt við að hann brenni sig illa.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“