fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Eyjan

J. Edgar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 7. febrúar 2012 17:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fór í gær að sjá myndina um J. Edgar Hoover. Hún er að mörgu leyti áhugaverð.

Hann var skrítin skrúfa þessi karl – virðist hafa haft ofur-skipulagsgáfu og djúpa þörf fyrir að flokka, en um leið var hann vænisjúkur, hefnigjarn og hégómlegur.

Hann var mömmudrengur og skápahommi – giftist aldrei.

Yfirleitt er talað frekar illa um Hoover, en myndin nær að gera honum sannferðug skil. Þetta er ekki einföld saga.

Þegar hann hefur feril sinn er í raun tómarúm í bandaríska löggæslukerfinu. Löggæslan var í höndum einstakra ríkja – til að þétta raðir alríkisins þurfti að koma á fót lögregluliði sem næði yfir allt landið. Þetta útheimti mikla skipulagningu og útsjónarsemi – andstaðan við að stækka ríkið var mikil. En Hoover náði að byggja upp miðstýrt lögregluvald í landi þar sem höfðu verið miklar gloppur í löggæslukerfinu. Það var nauðsynlegt til að búa til heillegt ríki úr þeim hrærigraut sem Bandaríkin voru.

Þessu valdi var beitt gegn glæpamönnum sem voru mjög umsvifamiklir í kreppunni – en því var líka beitt gegn þeim sem Hoover áleit að væru óvinir ríkisins, róttæklingum og kommúnistum.

Hoover þjónaði undir átta forsetum – og hann átti leyniskjöl um þá flesta. Það er stórkostleg sena í myndinni þegar einkaritari hans er að eyða skjölum í kapp við tímann að honum látnum. Undireins og fréttist af andlátinu rjúka menn Nixons forseta til og reyna að ná skjölunum á sitt vald. Þetta er sannsögulegt. Nixon náði þó litlu nema einhvers konar efnisyfirliti – sem gefur til kynna hvað var í skjölunum.

Það læðist að manni sá grunur að Hoover hefði getað starfað í hvaða þjóðfélagskerfi sem er. Hann er sömu tegundar og Fouché, lögreglustjóri Napóleons, og Erich Mielke, maðurinn á bak við Stasi – hann hefði getað þjónað hvaða yfirvaldi sem er og orðið miðpunkturinn í því vegna skipulagshæfileika sinna og óbilgirni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jaðarsetningin er hafin að fullu á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Jaðarsetningin er hafin að fullu á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þungt högg fyrir Demókrata

Þungt högg fyrir Demókrata
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“