fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Vandræðamál fyrir þingið

Egill Helgason
Föstudaginn 16. desember 2011 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsdómsákæran á hendur Geir Haarde er sérlega vandræðaleg. Ekki vegna þess að Geir sé svo yfirmáta hvítþveginn, hann var einn af lykilmönnunum í því að stefna íslenska hagkerfinu fram af hengifluginu, og þótt nú sé reynt að fegra hlut hans með því að tala um hvað neyðarlögin hafi veri snjöll, þá er engin leið að komast framhjá því að hann er einn aðalhöfundur hrunsins.

Þetta er svolítið eins og maður sem keyrir ölvaður út af vegi en stærir sig svo af því að hafa náð að skella á sig beltinu rétt áður en hann fór velturnar.

En afgreiðsla Alþingis á ákærunni á hendur honum var skelfileg. Þegar ljóst varð að flokkapólitík ætlaði að ráða því að Ingibjörg Sólrún, Björgvin G. og Árni Matt voru ekki látin fara sömu leið og Geir má nánast segja að grundvellinum hafi verið kippt undan málsókninni.

Nú liggur fyrir þingsályktunartillaga um að draga ákæruna á hendur Geir til baka. Manni er reyndar til efs að það sé hægt að gera þetta svona, skipa saksóknara, kalla saman dóm, birta ákæru – og hætta svo við allt. Líklega er það um seinan.

En það verður merkilegt að sjá hvernig þingmenn greiða atkvæði, ef tillagan kemst á dagskrá. Munu einhverjir breyta afstöðu sinni frá því við fyrri afgreiðslu málsins. Hvar verður Atli Gíslason sem var formaður þingmananefndarinnar sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis? Ásmundur Einar Daðason sem er genginn í Framsókn? Og Samfylkingarþingmenn sem eru mjög taugaveiklaðir yfir málatilbúnaðinum.

Þórður Björn Sigurðsson rifjar á bloggsíðu sinni hér á Eyjunni upp hvernig atkvæði féllu í þinginu á sínum tíma, færslan kallast Fyrirgefðu Geir – sem hlýtur að teljast nokkuð beittur titill:

já:

Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Helgi Hjörvar, Huld Aðalbjarnardóttir, Jón Bjarnason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Margrét Pétursdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson

nei:

Anna Margrét Guðjónsdóttir, Árni Páll Árnason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðbjartur Hannesson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Kristján L. Möller, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigurður Kári Kristjánsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Víðir Smári Petersen, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki