fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Reynistaðabræður

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. mars 2010 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sé að útvarpsleikhúsið er að auglýsa leikrit um Reynistaðabræður.

Þegar ég var lítill fékk ég lánaða á bókasafninu bók um Reynistaðabræður. Þetta var í útibúi Borgarbókasafnsins í verkamannabústöðunum við Hofsvallagötu. Vildi reyndar þannig til að í rétt handan við hornið var höfundur bókarinnar, Guðlaugur Guðmundsson, með nýlenduvöru- og kjötverslun. Bókin mun hafa komið út 1968. Ég áræddi þó aldrei að nefna við höfundinn að ég hefði lesið bókina hans.

Hún var ein þriggja fullorðinsbóka sem ég las fyrst. Hinar voru Skugga-Sveinn og ævisaga Kennedys. Fyrir utan árbækurnar – bækur þar sem var sagt frá atburðum undangenginna ára í máli og myndum, aðallega erlendum atburðum, enda fannst mér þeir merkilegri en það sem var að gerast hér heima á viðreisnarárunum. Nokkrir þingmenn bjuggu í grenndinni og einn ráðherra og mér fannst þeir ekki þesslegir að maður hefði áhuga á starfi þeirra.

Bókin um Reynistaðabræður hafði feikileg áhrif á mig, svo mikil að lengi átti ég erfitt með svefn því örlög Reynistaðabræðra leituðu svo sterkt á mig, dulúðin í kringum hvarf þeirra, óhugnaðurinn, hin meintu líkrán, og höndin af Jóni Austmann, fylgdarmanni þeirra, sem á að hafa fundist í Blöndugili – eins og Hannes Pétursson yrkir um í frægu kvæði:

Jón Austmann ríður frá Reynistaðarbræðrum

Langt heim til manna, myrkar hríðar og ströng
mörg vötn tálma leiðum, hann kvað, við bíðum
þó daufleg sé vistin; drjúg munu hraunin og breið
en dreifður reksturinn; þó er böl ef við gistum
hinzt hér á Kili.

Liðu dægur og dimm
dundu veður á tjaldi. Fannbarðar kindur
norpuðu í gjótum, klárar hímdu í höm
hraktir og svangir. – Þó ei mér til byggða skili
skal freistað að leita manna, því nú er nóg
nauð okkar orðin, hann mælti. Geig sló að hinum
er fór hann. Þeir biðu. Svo tygjaði’ hann tröllaukinn hest
hjá tjaldinu, kvaddi, var horfinn í sama bili.

Hann fann brátt stórviðrið æsast, ýlfrandi slá
ísköldum éljum í vit sín, magna sér kraft
og þrautseigju, vekja útsjón um bjarta byggð
breiða dali með sólskin á hverju þili
en fann það líka binda sig böndum við þá
sem biðu í tjaldinu, sterkum, mörgum, og von
þeirra um líf eins og þunga á herðum unz varð
þeirra líf allt.

Hann reið yfir hraunin og loks
er klárinn nam staðar þar dunaði í djúpum hyli
dimmt fljót sagði hann glaður: ó byggð, ó líf!
Reið áfram til norðurs. Hraustlega hélt um taum
sú hönd sem fannst dauð og ein niðrí Blöndugili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki